Algeng vandamál í 3CX
Heyrist ekkert í símtölum
Ef að þú ert í símtali og ert að lenda í því að þú heyrir ekki í aðilanum á hinum endanum þá er gott að fara aðeins yfir þessi skref.
- Ertu búin að prufa að endurræsa 3CX forritið?
- Ertu búinn að prufa að aftengja headsettið þitt og tengja það aftur?
- Virkar hljóðið einhverstaðar annarstaðar í tölvunni eins og á YouTube eða álíka? Ef það virkar ekki heldur í tölvunni er gott að fara yfir hljóð stillingarnar og passa að það sé kveikt á hljóðinu og að það sé að fara þangað sem að það á að fara (þá í headsettið í þessu dæmi)
- Ef ekkert af þessu fyrir ofan virkar þá er alltaf gott að prufa að endurræsa tölvuna og sjá hvort það lagi vandann.