BBC, Discovery og Eurosport í Vodafone Sjónvarpi
Vodafone hefur náð beinum samningum við sjónvarpsrisana BBC og Discovery um dreifingu á 11 vinsælum sjónvarpsstöðvum næstu árin, þremur úr smiðju BBC og átta frá Discovery, þar með talið Eurosport stöðvunum vinsælu.
Hægt er að fá sjónvarp Vodafone með ljósleiðara- og Smartnetstengingum frá Snerpu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Vodafone semur beint við efnisveitur um línulegar sjónvarpsstöðvar, en með þessu tryggir Vodafone viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu en áður. Stöðvarnar verða allar aðgengilegar í Vodafone Sjónvarpi frá og með miðjum mars.
Meðal stöðva sem samningurinn nær yfir er BBC Brit, BBC World News, BBC Earth, Discovery Channel, Animal Planet, ID Discovery, Discovery World, Discovery Science, TLC (The Learning Channel) ásamt íþróttastöðvunum vinsælu Eurosport 1 og Eurosport 2.
Nánar má lesa um samninginn í frétt á Vodafone.is