Cover
fimmtudagurinn 12. júní 2003

Frí innanlandsumferð á örbylgju

Frá 1. júní nk. mun umferð innanlands í gegnum örbylgjukerfi Snerpu verða gjaldfrí. Verð fyrir þjónustuna verður óbreytt en miðast s.s. nú eingöngu við það niðurhal sem ekki er frá innlendum aðilum.

Í þessu sambandi er vakin athygli á að ekki er hægt að vinsa frá innanlandsumferð í umferðarmælingu í gegnum proxyþjón. Þeim sem nota mikið af innanlandsumferð í gegn um proxyþjón er því ráðlagt að aftengja proxystillingu hjá sér eftir mánaðamótin. Að sjálfsögðu munu örbylgjunotendur þó geta notað proxyþjón áfram ef þeim hentar, eins og er í ADSL.Með þessari breytingu er verið koma til móts við þá sem eru með örbylgjutengingar hjá Snerpu hvað varðar að verð sé svipað og í ADSL, þ.e. að innanlands umferð sé ómæld. Þar sem burðargeta milli byggðakjarna er takmörkuð er þó einungis hægt að veita hraða allt að 256k á örbylgjusamböndum, nema innanbæjar en þar geta afköst verið allt að 11 Mbps.

Jafnframt þessu mun umframgjald vegna notkunar í örbylgjusamböndum, 1GB og stærri lækka í það sama og er í sambærilegu ADSL niðurhali.

Snerpa rekur nú Internetsambönd um örbylgju á eftirtöldum stöðum: Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri og Hólmavík. Verið er að setja upp og prófa búnað í Súðavík og verður þjónustan væntanlega í boði þar fyrir lok þessa mánaðar.


Avatar Snerpa

Upp