Cover
fimmtudagurinn 12. september 2013

Smartnet opnar á Suðureyri

Í dag var lokið við uppsetningu á nýju stofnsambandi milli Ísafjarðar og Suðureyrar og er því nú hægt að tengjast við Smartnet á Suðureyri. Þar með eiga íbúar á Suðureyri kost á stórauknum afköstum á Internetinu og sjónvarpsþjónustu með yfir 100 rásum og einnig HD sjónvarpsrásum. Snerpa afhendir myndlykla frá Vodafone en hægt er að kaupa þjónustu bæði Skjásins og 365-miðla á kerfinu. Að skipta úr eldri tengingu er lítið mál og er tekið við pöntunum á netfangið [email protected] - Einnig er hægt að afla sér upplýsinga á smartnet.is - Flateyri tengist væntanlega einnig í dag. Á næstunni opnar Smartnet síðan á Þingeyri og Bíldudal.


Avatar Björn Davíðsson

Upp