Cover
föstudagurinn 28. febrúar 2003

Snerpa opnar nýja 10 Mbps tengingu til Reykjavíkur

Snerpa hefur nú opnað nýja 10 Mbps tengingu til Tæknigarðs í Reykjavík og tengist þar nú við skiptistöð innanlandsumferðar (www.rix.is). Fyrir er Snerpa með 10 Mbps samband við útlandagátt Landssímans og 10 Mbps rás inn á ADSL-kerfi Landssímans. Þessi tenging eykur tiltæka bandvídd um 10 Mbps til viðbótar og gefur jafnframt kost á auknu rekstraröryggi með því að hægt er að vera með virk útlandasambönd um bæði Landssímann og Íslandssíma samtímis. Snerpa er önnur netþjónustan á Íslandi til að setja upp tvö óháð útlandasambönd sem eru virk samtímis, annað við TeleGlobe og hitt við UUnet. Sambönd Snerpu við umheiminn eru með því öflugasta sem gerist og tiltæk bandvídd á hvern viðskiptavin er nú verulega meiri en gengur og gerist. Þá gerir þetta nýja samband það að verkum að Snerpa getur nú boðið fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu ADSL+ tengingar á innansvæðisverði en hingað til hefur fylgt því aukinn kostnaður að veita ADSL+ þjónustu milli landshluta. Þetta getur þýtt nokkra hagræðingu fyrir þá sem eru með rekstur bæði á höfuðborgarsvæðinu og hér fyrir vestan en þessir aðilar hafa hingað til þurft að kaupa þessar tengingar á millisvæðagjaldi.

Snerpa þjónustar nú yfir 1600 netaðganga, þar af um 300 sítengingar. Nýjasti vaxtarbroddurinn er þjónusta við skip um Iridium gerfihnattakerfið og NMT í samstarfi við Radiomiðun, en yfir 70 skip nota nú tengingar við Snerpu, sum hver hinum megin á hnettinum. Jafnframt nýtur nú aukinna vinsælda vefgæsla Snerpu sem gengur undir nafninu INfilter. Notendur Snerpu geta nýtt sér þessa þjónustu endurgjaldslaust á Valsíðum Snerpu - http://val.snerpa.is/

Á döfinni er þátttaka í stærstu upplýsingatæknisýningu heims, CeBIT í Hannover í Þýskalandi. Þar verða sem áður kynnt vefgæslan INfilter og sömuleiðis INmobil samskiptakerfið sem notað er til gervihnattasamskipta við skip. Nánari upplýsingar um sýninguna og þátttöku Snerpu í henni er að finna á http://www.infilter.net/cebit.phtml


Avatar Snerpa

Upp