Cover
miðvikudagurinn 1. nóvember 2006

Sudavik.is

Súðavíkurhreppur hefur tekið í notkun endurhannaða og betrumbætta vefsíðu. Vefsíðan var hönnuð af vefdeild Snerpu og tók endurhönnun hennar um 1 1/2 mánuð. Unnið var í nánu samstarfi með Ómari Má Jónssyni við endurskipulagningu efnis og nýjungum sem gætu bætt vefsíðuna og notendagildi hennar. Ýmislegt kom upp úr því samstarfi og hafa þessar hugmyndir verið settar inn. Þar af má t.d nefna "Sveitarstjórinn bloggar" og ýmis myndabox sem skipta myndum við hverja endurhlöðun síðunnar. Nýjar myndasyrpur voru settar inn og voru þær myndir teknar af áhugaljósmyndaranum Þórði Sigurðsyni. Myndir spila stóran þátt í hönnun síðunnar og er auðvelt að gera sér grein fyrir umhverfi og lífi Súðavíkurhrepps með því að skoða síðuna. Einnig hefur aðgengi fyrir þá sem eiga erfitt með lestur venjulegs leturs verið bætt og er hægt að stækka texta síðunnar í 3 skrefum.

Einnig var hönnuð vefsíða fyrir Súðavíkurskóla, en hún er í sama stíl og síðan fyrir hreppinn. Þar má finna allar upplýsingar um skólastarf í Súðavík, allt frá leikskóla til grunnskóla.

Súðavíkurhreppur er fimmta vefsíðan sem tekur kerfið Snerpill Vefumsjón í notkun. Aukning í notkun kerfisins er mjög stöðug og eru nokkrar vefsíður í pípunum sem munu líta skjásins ljós næstu mánuði. Eftirspurn í kerfið hefur verið vonum framar og er Snerpa mjög ánægð með viðtökurnar.

Ómar már Jónsson Sveitastjóri Súðavíkurhrepps hafði þetta að segja um samstarfið við Snerpu og Snerpil Vefumsjón:

"Súðavíkurhreppur hafði stefnt að því að endurbæta síðuna um tíma og unnið var að því undafarið ár að finna rétta stjórnkerfið sem myndi gera umsjón heimasíðunnar sem einfaldasta og þægilegasta. T.d. þyrfti að vera auðvelt að setja inn og taka út efni og ætti vefumsjónarmanneskja að geta með einföldum hætti uppfært síðuna án vandkvæða þegar þess gerist þörf.

Eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika ákvað Súðavíkurhreppur að fá Snerpu til verksins, en leist þeim best á stjórnkerfi sem Snerpa hefur hannað frá grunni og hefur verið að gefa góða raun. „Það er ánægjulegt frá því að segja að snerpa starfsmanna Snerpu var til fyrirmyndar hvort sem var við beiðnum um breytingar eða aðstoð færslu gagna eða annað og að mínu viti standast þeir því á allan hátt samanburð við þá sem taldir eru með þeim fremstu í heimasíðugerð á landinu. Til að undirstrika það, leið aðeins einn og hálfur mánuður frá því að gerður var samningur við Snerpu um hönnun og þjónustu við gerð nýrrar heimasíðu og þar til þeirra þætti var meira og minna lokið við útlit og stjórnkerfi síðunnar.“ Ómar segir ánægjulegt að geta verslað í heimabyggð og fá jafnframt það besta sem völ er á."

Skoða má vefsíðuna með því að klikka hér.


Avatar Snerpa

Upp