Um skráningu innanlandsumferðar á örbylgjusamböndum
Notendur á örbylgjusambandi sem skoða notkun sína eftir 1. júní taka eflaust eftir að innanlandsumferð er ekki sértalin á notkunaryfirliti enn. Þetta er vegna þess að ekki er lokið uppgjöri vegna umframumferðar í maí.
Í stað þess að færa alla notendur á örbylgju á ný vörunúmer, þar sem innanlandsumferð er tekin frá, breytum við skilgreiningunni á núverandi vörunúmerum. Þetta hefur einnig þau áhrif að þegar við breytum skilgreiningum á vörunúmerum, sjá notendur breytingar aftur í tímann, þ.e. innanlandsumferð sést sem frí umferð frá því fyrir 1. júní. Því ber ekki að taka sem afturvirkum breytingum, heldur er skýringin sú að innanlandsumferð hefur ávallt verið talin en sést ekki nema viðkomandi vörunúmer sé skilgreint með fría innanlandsumferð.
Athugið einnig að greining í proxyserver er hafin, þannig að innanlandsumferð sem tekin er í gegn um proxy er tekin frá. Reiknað er með að umferðaruppgjör fyrir örbylgjunotendur sýni innanlandsumferð sem fríumferð eftir 10. júní nk.
Ath. að ekki skal taka proxystillingu af, enda er það nú óþarfi.