föstudagurinn 21. ágúst 2015
Varúð! - Fiskað eftir upplýsingum
Við viljum minna notendur á að sýna ávallt fyllstu varkárni þegar óskað er eftir notendaupplýsingum í tölvupósti.
Nýlega fór í dreifingu póstur sem sagður er vera í tilefni af því að Ebay og PayPal eru að skiptast upp í tvö fyrirtæki og fólk beðið að fylla út form með notendaupplýsingum. Það eitt að óskað er eftir notendaupplýsingunum án þess að tilgreina nafn viðtakanda (Ebay eða PayPal hafa þessar upplýsingar) á að hringja viðvörunarbjöllum. Einnig að netfang sendanda er grunsamlegt. Snerpa leitast við að hindra svona pósta eftir því sem mögulegt er en það gildir einungis fyrir netföng sem hýst eru hjá okkur. Skoðið meðfylgjandi mynd og varist svona svindl.
Björn Davíðsson